17.2.2017
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á 5,3 km Langholtsvegar, frá slitlagsenda við Flúðir og og suður fyrir sumarhúsahverfið Heiðarbyggð.
Verkið skal vinna vorið / sumarið 2017. Verktaki skal útvega námur og vinna s.a.s. allt efni til verksins.
Helstu magntölur eru:
- – Fláafleygar úr skeringum 5.112 m3
- – Fláafleygar úr námum 3.304 m3
- – Fyllingarefni úr námum 7.424 m3
- – Neðra burðarlag 0/90 mm 11.030 m3
- – Neðra burðarlag 0/63 26.508 m3
- – Efra burðarlag 0/22 5.935 m3
- – Ræsi 102 m
- – Klæðing 35.009 m2
- – Frágangur fláa 14.730 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2017.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 20. febrúar 2017.Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. mars 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.