17.2.2017
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar ásamt gerð tenginga við Suðurbraut og Selhellu.
Framkvæmdin felst í gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar við Krýsuvíkurveg auk allra vega- og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.
Framkvæmdin er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Útboðsgögn verða seld á minnislyklum hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 20. febrúar 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. mars 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.
Síðari opnunarfundur verður á sama stað þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.