Home Fréttir Í fréttum Dæmdur til 83 milljóna króna sektar fyrir stórfellt skattalagabrot

Dæmdur til 83 milljóna króna sektar fyrir stórfellt skattalagabrot

360
0

Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir meiriháttar brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Í Héraðsdómi Reykjaness var maðurinn dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar en að fresta skuli fullnustu refsingar og hún látin niður falla að liðnum þremur árum haldi hann almennt skilorði.

<>

Þá var hann einnig dæmdur í héraði til að greiða 82 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Í dómnum kom fram að verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þurfi hann að sæta fangelsi í 360 daga.

Í Hæstarétti Íslands var refsing mannsins þyngd í eins árs fangelsisvist en fullnustu hennar frestað og hún látin falla niður að liðnum þremur árum héldi hann almennt skilorði.

Maðurinn var eini stjórnarmaðurinn og eigandi byggingafélags en var dæmdur fyrir að hafa látið hjá líða að skila virðisaukaskattsskýrslum og standa skil á þeim skatti á árunum 2012 til 2013.

Fjárhæð þeirra reikninga sem voru gefnir út en ekki staðið skil á nam 2004 milljónum króna, þar af virðisaukaskattur að fjárhæð 41 milljónum króna.

Hæstiréttur ákvað að maðurinn skyldi greiða ríkissjóði sekt upp á 83 milljónir króna vegna málsins.

Heimild: Visir.is

Dómur Hæstaréttar