10.2.2017
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í að reka stálþil utan á hluta ferjubryggju og að reisa skjólvegg úr stálþilsplötum austan við Landeyjahöfn.
Helstu magntölur:
- Stálþil utan á ferjubryggju: reka niður 8 stálþilsplötur ásamt frágangi á stiga og þybbum.
- Skjólveggur: reka niður 61 stálþilsplötu.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2017.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 13. febrúar 2017. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28.febrúar 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.