Home Fréttir Í fréttum Reisa á nýjan leikskóla við Glerárskóla

Reisa á nýjan leikskóla við Glerárskóla

193
0
Akureyrarbær

Stefnt er að því að reisa nýjan leikskóla í Hlíðahverfi á Akureyri innan fárra ára. Verður leikskólinn annað­ hvort byggður við Glerárskóla eða hafður innan núverandi húsnæði skólans að einhverju leyti. Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir 230 milljónum í endurnýjun og viðbyggingu við Glerárskóla næstu þrjú árin.

<>

Leikskólanum Hlíðarból mun verða lokað í sumar vegna sparnaðar hjá Akureyrarbæ og verður þá enginn leikskóli í hverfinu. Lokunin mætti mikilli mótspyrnu foreldra barna í Hlíðarbóli sem kröfð­ust þess að hætt yrði við lokun leikskólans.

Heimild: Vikudagur.is