Home Fréttir Í fréttum 21.02.2017 Geirsgata – Kalkofnsvegur, flutningur gatnamóta 2017

21.02.2017 Geirsgata – Kalkofnsvegur, flutningur gatnamóta 2017

305
0
Grunnmynd af gatnamótum

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
Geirsgata – Kalkofnsvegur, flutningur gatnamóta 2017. Útboð nr. 13852.

<>

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá þriðjudeginum 7. febrúar 2017 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is

Nauðsynlegt er að nota  Internet Explorer.
Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni
http://reykjavik.is/utbodsauglysingar   – Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella
„New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.
Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar.   Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en:  Kl. 10:00 þriðjudaginn 21. febrúar 2017.

Verkið felst í:
Vinnusvæðið er Geirsgata frá Pósthússtræti til austurs að Hörpu ásamt Kalkofnsvegi frá Hverfisgötu að Hörpu. Verkið felst að stærstum hluta í því að breyta núverandi gatnamótum þannig að Lækjargata og Kalkofnsvegur verða ein heild en Geirsgata kemur þvert á Kalkofnsveg. Verkið felur einnig í sér öll önnur verksvið sem viðkoma gatnagerð svo sem lagnir í jörð, snjóbræðslu, gatnalýsingu, gangstétta- og stígagerð. Verið er að byggja  bílakjallara undir Geirsgötu og tekur verktaki við þeim hluta Geirsgötu undirbúna undir yfirborðsfrágang.
Helstu magntölur:
Malbikaðar götur:            10.700 m2
Grásteinskantur:               1.400 m
Hellulögn:                         2.800 m2
Fráveitulagnir úr plasti:       400 m
Snjóbræðslulagnir:          3.000 m2
Malbikaðir hjólastígar:        350 m