Home Fréttir Í fréttum Mislæg vegamót við Krýsuvíkurveg boðin út

Mislæg vegamót við Krýsuvíkurveg boðin út

257
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar auk allra vega og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Verkinu á að vera lokið 1. nóvember í ár. Tilboð verða opnuð 21. febrúar nk. Útboðsgöng má nálgast í móttöku Vegagerðarinnar.

<>

Til framkvæmdanna telst einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Pdf-skjal með yfirliti yfir framkvæmdina.

Heimild: vegagerðin.is