Home Fréttir Í fréttum 28.03.2017 Dýrafjarðargöng, eftirlit

28.03.2017 Dýrafjarðargöng, eftirlit

127
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

5.2.2017

<>

Vegagerðin, óskar eftir tilboðum í eftirlit með gerð Dýrafjarðarganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Jarðgöngin verða um 5,3 km löng í bergi og er breidd þeirra  8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 300 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 8,0 km af nýjum vegum, ásamt tveimur brúm samtals 30 m. Eftirlitið nær einnig fleiri útboða í verkinu svo sem  til stýrikerfis, fjarskiptakerfis, hraðamyndavéla.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Dagverðardal, 400 Ísafirði  og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum  6. febrúar 2017.  Verð útboðsgagna er 10.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. mars  2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður á sömu stöðum þriðjudaginn 4. april 2017 klukkan 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.