Home Fréttir Í fréttum Hefja fram­kvæmd­ir við Hús ís­lenskra fræða í haust

Hefja fram­kvæmd­ir við Hús ís­lenskra fræða í haust

186
0
Mynd: arnastofnun.is

400 millj­ón­ir verða sett­ar í Hús ís­lenskra fræða við Suður­götu á ár­inu. Stefnt er að því að bjóða verkið út í sum­ar og að fram­kvæmd­ir hefj­ist í haust. Þetta kom fram í er­indi Hall­dóru Víf­ils­dótt­ur, for­stjóra Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins á útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins í dag.

<>

Fram­kvæmd­ir við húsið hóf­ust fyrst í mars 2013 en þeim var síðan hætt sama ár. Í er­indi Hall­dóru kom fram að fram­kvæmda­kostnaður á  hús­inu lægi ekki al­veg fyr­ir en gert er ráð fyr­ir því að hann verði yfir þrem­ur millj­örðum. Sagði hún að nú stæði yfir end­ur­skoðun á gögn­um þar sem breyt­ing­ar hafa verið gerðar á hönn­un. „Það verður tekið meira til­lit til gesta og sýn­inga. And­dyr­inu og aðkomu verður breytt til þess að gera húsið meira fyr­ir alla lands­menn,“ sagði Hall­dóra.

 Mynd: Hugvísindastofnun HÍ
 Mynd: Hugvísindastofnun HÍ

 

 

Þá stend­ur einnig til að bjóða út end­ur­gerð Þjóðskjala­safns­ins við Lauga­veg en áætlaður kostnaður er 245 millj­ón­ir. Verkið verður boðið út í mars eða apríl. Hall­dóra fór einnig yfir fyr­ir­hugaðar viðhalds­fram­kvæmd­ir við Land­búnaðar­há­skól­ann að Reykj­um sem nema 60 millj­ón­um á ár­inu. Sagði Hall­dóra að að viðhald á skól­an­um hafi verið lítið sem ekk­ert í mörg ár og sum hús­in illa far­in. Stend­ur til að gera áætl­un til nokk­urra ára varðandi viðhald á hús­un­um.

Þegar það kem­ur að Há­skóla Íslands verða ut­an­húsviðgerðir við Lög­berg boðnar út í vor og verkið unnið í sum­ar. Áætlaður kostnaður er 25 millj­ón­ir.  Einnig á að ráðast í end­ur­nýj­ung­ar  í bygg­ing­unni VR II, m.a.með nýj­um raf­magns­lögn­um og nem­ur kostnaður­inn 15 millj­ón­um. Verkið verður boðið út í mars, rétt eins og upp­setn­ing nýs lof­ræstis­kerfi í Öskju en það á að verja 35 millj­ón­um í það.

Heimild: Mbl.is