Home Fréttir Í fréttum Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir

Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir

230
0
TEIKNING/GUÐMUNDUR VALUR GUÐMUNDSSON, VEGAGERÐINNI.

„Við treystum því að þessi nýi staður sé öruggari fyrir brú og komandi flóð því þetta var ekki síðasta flóðið úr Skaftárkötlum sem mun koma niður Eldvatnið,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2.

<>

„Við reynum bæði að setja brúna þar niður og byggja hana með þeim hætti að hún muni standast næstu áratugi, – og næstu aldir vonandi, – viðlíka flóð.“

Nýja brúin verður 78 metra löng stálbogabrú og segir vegamálastjóri að verkið sé fjármagnað að hluta með tryggingarbótum sem fengust fyrir gömlu brúna en þó einkum með framlagi á fjáraukalögum nýliðins ár. Og af teikningum að dæma verður nýja brúin tignarlegt mannvirki.

„Já, hún er falleg. Við reynum náttúrlega að horfa á það svolítið líka, ekki síst á svona svæðum, sem er í fallegu náttúrulegu umhverfi, og sést langt að, að það fari vel í landinu,“ segir vegamálastjóri.

Heimild: Visir.is