Home Fréttir Í fréttum Fleiri lóðum ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun

Fleiri lóðum ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun

83
0
Mynd: Reykjanesbær

Alls 49 lóðum var úthlutað í Reykjanesbæ árið 2016. Flestar þeirra voru undir atvinnuhúsnæði við Flugvelli eða 19, en 17 einbýlishúsalóðum var úthlutað, 8 raðhúsalóðum og 5 parhúsalóðum. Viðlíkum fjölda lóða hefur ekki verið úthlutað síðan fyrir hrun, svo nokkur uppgangur er í bænum. Það sýnir ekki síður mikil fjölgun íbúa á árinu, en íbúafjöldi jókst um rúmlega 1100 á árinu 2016.

<>

Af helstu framkvæmdum Reykjanesbæjar 2016 má nefna endurbætur á Gömlu búð og Fichershúsi, uppbyggingu tjaldsvæðis, umhverfisverkefni í Ásahverfi, hringtorg við Stekk, ýmis verkefni tengd skólum og leikskólum, Led ljósa væðingu í byggingum og götuljósum og fegrun miðbæjar svo nokkuð sé nefnt. Áfram verður unnið að uppbyggingu Gömlu búðar og Fischershús og fjölgun Led ljósa árið 2017. Frekari uppbygging verður á framtíðarútivistarsvæðinu ofan byggðar í Ytri-Njarðvík, sk. Njarðvíkurskógum, unnið við lokafrágang á þegar byggðum hverfum þar sem Dalshverfi II verður í forgangi í tengslum við nýjan grunn- og leikskóla.

Áfram verður einnig unnið að aðgengismálum og eflingu miðbæjar, ásamt búsetuúrræði fyrir fatlaða og félagslegt húsnæði, svo nokkrar fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2017 séu nefndar.

Heimild: Reykjanesbær