Home Fréttir Í fréttum Nýtt tengi­virki tekið í notk­un á Akra­nesi

Nýtt tengi­virki tekið í notk­un á Akra­nesi

127
0
Inga Dóra Hrólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Veitna, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar-, og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Regína Ásvalds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets. Mynd/​Guðni Hann­es­son

Nýtt tengi­virki Veitna og Landsnets á Akra­nesi var form­lega tekið í notk­un í dag við at­höfn. Fram­kvæmd­um við tengi­virkið lauk vorið 2016. Við þetta til­efni ávarpaði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, gesti og Inga Dóra Hrólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Veitna, Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets og Regína Ásvalds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, fluttu tölu.

<>

Nýja tengi­virkið á Akra­nesi er staðsett við Smiðju­velli 24 en gamla tengi­virkið var á svæði sem nú hef­ur verið skipu­lagt sem íbúðar­hverfi. Bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir voru boðnar út 2014 og var samið við ÍAV um bygg­ingu húss­ins og hóf­ust fram­kvæmd­ir haustið 2014.  Upp­setn­ing á raf­búnaði hófst hausti 2015 og húsið var full­klárað vorið 2016.

Bygg­ing­in, sem er um 1150 fer­metr­ar, er 70% í eigu Veitna og 30% í eigu Landsnets. Raf­magn kem­ur til stöðvar­inn­ar frá Brenni­mel og frá Anda­kíl eft­ir flutn­ings­kerfi Landsnets og við hana tengj­ast 45 dreif­istöðvar (spennistöðvar), staðsett­ar vítt og breitt um bæ­inn.

Heimild: Mbl.is