Home Fréttir Í fréttum Boðin verður út fljótlega frágangur innanhúss og fl. í Urriðaholtsskóla í Garðabæ

Boðin verður út fljótlega frágangur innanhúss og fl. í Urriðaholtsskóla í Garðabæ

325
0

Framkvæmdum við uppsteypu 1. áfanga Urriðaholtsskóla er lokið. 1. áfangi er 5700 fermetrar að stærð. Í október voru tilboð í lokun skólans opnuð en þrjú tilboð bárust í verkið. Bæjarráð Garðabæjar tók ákvörðun um að hafna öllum tilboðunum og bjóða út að nýju sama verkþátt ásamt frágangi innanhúss og fl. Það útboð verður auglýst á næstu vikum.

<>

Stefnt er að opnun skólans á þessu ári. Þegar tilboð hafa verið opnuð verður væntanlega hægt að segja til um með meiri nákvæmni hvenær skólinn getur tekið til starfa.

Útboð vegna lóðar er nú í undirbúningi og verður verkið boðið út fljótlega.

Heimild: Garðabær