Home Fréttir Í fréttum Vegamótastígur 9 víkur fyrir hóteli

Vegamótastígur 9 víkur fyrir hóteli

346
0
Mynd: Visir.is

Vinna við að flytja yfir hundrað ára gamalt timburhús við Vegamótastíg 9 í Reykjavík að Grettisgötu 54B hófst klukkan átta í morgun og gert er ráð fyrir að vinnu við flutningana ljúki klukkan 18. Hótel mun rísa á lóðinni í kjölfarið.

<>

Um verður að ræða fimm hæða steinsteypt hús sem byggt verður á lóðum Vegamótastígs númer 7 og 9, en lóð númer 7 er auð eftir að Herdísarbær, lítill steinbær sem þar stóð, var rifinn seint á sjöunda áratug síðustu aldar.

Á fyrstu hæð hússins verða verslanir og önnur þjónusta og á annarri hæð verður gististaður eða hótel fyrir allt að áttatíu gesti. Þá verður bílakjallari undir húsunum.

Vegamótastígur 9 var byggður árið 1904. Vegna aldurs er húsið háð lögum um menningarminjar um allar breytingar á núverandi ástandi hússins.

Heimild: Visir.is