Home Fréttir Í fréttum CCP komið með lóð í Vatns­mýri

CCP komið með lóð í Vatns­mýri

260
0
Nýj­ar höfuðstöðvar CCP munu rísa þar sem blá­leiti reit­ur­inn er. Mynd: ASK arkitektar

Í gær út­hlutaði borg­ar­ráð Reykja­vík­ur lóð í Vatns­mýri til Há­skóla Íslands og Vís­indag­arða, en þar verða reist­ar nýj­ar höfuðstöðvar CCP og stærsta frum­kvöðla- og ný­sköp­un­ar­set­ur lands­ins. Þetta kem­ur fram í viku­leg­um pistli borg­ar­stjóra í dag.

<>

Seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son í pistl­in­um að um sé að ræða gaml­an draum sem sé að verða að veru­leika. CCP mun not­ast við um fjórðung hús­næðis­ins, en hinum verður ráðstafað til annarra sprota­fyr­ir­tækja og frum­kvöðla. Seg­ir Dag­ur að þar verði fyr­ir­tækj­um bún­ar kjöraðstæður í skap­andi um­hverfi. Þá er gert ráð fyr­ir versl­un og þjón­ustu á jarðhæðum reits­ins.

Alls er heim­ild til að reisa um 17 þúsund fer­metra hús á lóðinni og seg­ir Dag­ur að með því sé óhætt að segja að Vís­indaþorpið í Vatns­mýr­inni sé farið að taka á sig mynd. Áætlað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist fljót­lega á nýju ári og verði lokið inn­an þriggja ára.

Heimild: MBL.is