Reykjanesbær vinnur nú úr hugmyndum að útliti svokallaðs Fischerhúsareits við Hafnargötu. Arkitektinn Jón Stefán Einarsson hefur teiknað upp mögulegt útlit reitsins fyrir sveitarfélagið. Miklar breytingar hafa þegar orðið á útliti svæðisins undanfarin misseri, en gömul hús hafa verið endurbyggð og ónýt rifin.

Meðfylgjandi myndir birti Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, forstöðumaður Umhverfissviðs Reykjanesbæjar í Facebook-hópnum Keflavík og Keflvíkingar.
Heimild: Suðurnes.net