Home Fréttir Í fréttum Dýrafjarðargöngum verði ekki seinkað

Dýrafjarðargöngum verði ekki seinkað

70
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.
Dýrafjarðargöng eru meðal þess sem er í breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem fjárlaganefnd afgreiddi í gær og verður til annarar umræðu á Alþingi í dag.

Fjárlaganefnd leggur til að viðbótarútgjöld til samgöngumála verði 4,6 milljarðar og þar á meðal til Dýrafjarðarganga og nýs Herjólfs svo þeim verði ekki seinkað. Þá er lögð áhersla á viðhaldsverkefni víða um land og að hækka viðhaldsfjárveitingar Vegagerðarinnar úr um 6 milljörðum króna í 8,5 milljarða króna sem er meira en 40 prósenta aukning. Þá stendur til að styrkja innanlandsflug.

<>

Mikil óánægja með seinkun á Dýrafjarðargöngum

Vestfirðingar hafa beðið lengi eftir Dýrafjarðargöngum og mikil óánægja var með það fé sem átti að verja í Dýrafjarðargöng samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en það hefði ekki verið nóg til að opna fyrir tilboð í göngin í janúar eins og til stendur. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir 1,5 milljörðum í Dýrafjarðargöng árið 2017. Meðal þeirra sem sendu inn umsögn um fjárlagafrumvarpið var Fjórðungssamband Vestfjarða þar sem segir að ef ekki verður ráðist í Dýrafjarðargöng slái stjórnvöld til baka þann árangur sem unnist hefur eftir langvarandi niðursveiflu samfélaga á Vestfjörðum. Stjórnvöld fari gegn eigin stefnu í samgöngumálum, fjármálum ríksins og stefnu sem undirstrikuð var með afgreiðslu ríkisstjórnar um Aðgerðaráætlunar fyrir Vestfirði í september.

Heimild: Ruv.is