Home Fréttir Í fréttum Niðurstaða í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit

Niðurstaða í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit

107
0
Studio Granda arkitektar Mynd: Alþingi

19.12.2016

<>

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Alþingis bauð til opinnar hönnunarsamkeppni um nýja byggingu á Alþingisreit í júní í sumar. Aðallega er um að ræða aðstöðu fyrir þingmenn og þingflokka og nefndastörf, auk rekstrar- og þjónustusviðs.

Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir og hlutskörpust varð tillaga frá arkitektum Studio Granda.

Í dómnefndaráliti kemur fram að tillöguhöfundar leggi áherslu á að styrkja þau borgarrými sem fyrir eru við jaðar reitsins. 2. verðlaun hlutu T.ark arkitektar og 3. verðlaun hlutu PKdM arkitektar. Sjá má umsögn um vinningstillögunar í (PDF skjal) PDF skjali með niðurstöðu dómnefndar.

Veitt voru verðlaun að heildarfjárhæð 14 milljónir kr. þar af voru fyrstu verðlaun 7 m.kr..

Gert er ráð fyrir að vígsla byggingarinnar geti orðið um áramótin 2019/20.

Samkeppnin fór fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

Heimild: Fsr.is