Arkitektar Studio Granda hlutu í dag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit, en alls bárust 22 tillögur í samkeppnina.
Í niðurstöðu dómnefndar segir meðal annars að vinningstillagan feli í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi sé að hrinda í framkvæmd, og dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins.

Arkitektar hússins eru hjónin Margrét Harðardóttir og Steve Christer, þau sömu og teiknuðu Ráðhús Reykjavíkur fyrir tæpum þrjátíu árum, árið 1987. Sjá má allar tillögurnar sem bárust á fyrstu hæð Landsímahússins síðdegis á morgun og alla virka daga fram að áramótum.
Heimild: Ruv.is