Home Fréttir Í fréttum Vinningstillaga að nýbyggingu á Alþingisreit

Vinningstillaga að nýbyggingu á Alþingisreit

265
0
Studio Granda arkitektar Mynd: Alþingi
Arkitektar Studio Granda hlutu í dag fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit, en alls bárust 22 tillögur í samkeppnina.
Úr verðlaunatillögu
Úr verðlaunatillögu

Sjá:  Dómnefndarálitið

<>

Í niðurstöðu dómnefndar segir meðal annars að vinningstillagan feli í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi sé að hrinda í framkvæmd, og dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins.

v3-161218899
Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.

Arkitektar hússins eru hjónin Margrét Harðardóttir og Steve Christer, þau sömu og teiknuðu Ráðhús Reykjavíkur fyrir tæpum þrjátíu árum, árið 1987. Sjá má allar tillögurnar sem bárust á fyrstu hæð Landsímahússins síðdegis á morgun og alla virka daga fram að áramótum.

 

Heimild: Ruv.is