Home Fréttir Störf Bygginga- og mannvirkjafulltrúi óskast

Bygginga- og mannvirkjafulltrúi óskast

275
0
Hveragerði

Staða bygginga- og mannvirkjafulltrúa er laus til umsóknar.

Starfsvið:

<>
  • Bygginga- og mannvirkjafulltrúi hefur umsjón með framkvæmd byggingamála og eftirlit með mannvirkjagerð, sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
  • Mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna.
  • Umsjón með fasteignum Hveragerðisbæjar. Ástandsskoðun, tillögur að viðhaldi ásamt umsjón og framkvæmd þess.
  • Samstarf við ýmsa aðila á sviði byggingamála, yfirstjórn bæjarins og forstöðumenn stofnana.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun í samræmi við 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 þ.e. hafi löggildingu sem hönnuðir. Byggingafræðingar, tæknifræðingar eða verkfræðingar koma sterklega til greina.

Leitað er að vel menntuðum og duglegum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni.

Kostur er ef viðkomandi hefur að auki iðnmenntun sem bakgrunn, en þekking og reynsla af byggingamálum og opinberri stjórnsýslu er mikilvæg.


Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar. Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. Launakjör vegna ofangreinds starfs verða skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.


Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar http://www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.