Home Fréttir Í fréttum Silicor Materials vildi ekki að samningar tækju gildi

Silicor Materials vildi ekki að samningar tækju gildi

116
0

Stjórn Faxaflóahafna ákvað á föstudag að seinka gildistöku samninga við Silicor Materials um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn Silicor fóru fram á lengri frest og hafa nú til 20. janúar en samningarnir áttu að taka gildi á fimmtudag. Þann 20. janúar fer fyrsta greiðsla lóðargjalda fyrirtækisins á gjalddaga en 100 milljarða króna verksmiðja þess er ekki fullfjármögnuð.

<>

„Það var samþykkt að veita lengri frest og það sem tekur við er bið eftir frekari upplýsingum frá þeim. Forsvarsmenn Silicor komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og niðurstaðan varð sú að fresta þessu til 20. janúar. Málið er ekki fullklárað en nú hafa þeir liðlega mánuð í viðbót til að koma með frekari fréttir hvernig sem svo stjórnin höndlar það þegar að því kemur,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna

Heimild: Dv.is