Home Fréttir Í fréttum 11.12.2016 Tollhúsið, Tryggvagötu 19 – Nýr aðaldreifiskápur

11.12.2016 Tollhúsið, Tryggvagötu 19 – Nýr aðaldreifiskápur

148
0

Ríkiseignir óska eftir rafverktaka til að taka þátt í örútboð vegna „Nýs aðaldreifiskáps“ fyrir Tollhúsið Tryggvagötu 19.  Verkið felst í aðalatriðum í smíði og uppsetningu nýs aðaldreifiskáps, skiptirofa fyrir rafstöð og framlengingu heimtaugar.  Helstu verkliðir eru:

<>
  • Smíð nýs aðaldreifiskáps.
  • Uppsetning nýs aðaldreifiskáps í húsinu.
  • Uppsetning og tenging skiptirofa fyrir rafastöð.
  • Aftenging heimtaugar í núverandi aðaldreifiskáp og framlenging hennar og tenging í nýjum aðaldreifiskáp.
  • Lagning og tenging bráðabirgðakvíslar frá nýjum aðaldreifiskáp að núverandi aðaldreifiskáp.

Nauðsynlegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Verkís svarar öllum fyrirspurnum. Þeir sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á rb@verkis.is