Home Fréttir Í fréttum Níu hæða íbúðar­hús­næði við Hraun­bæ

Níu hæða íbúðar­hús­næði við Hraun­bæ

256
0
Í deilu­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir því að húsið verði níu hæðir

Reiknað er með því að mörg til­boð ber­ist í lóð fyr­ir íbúðar­hús­næði að Hraun­bæ 103A sem er nú aug­lýst á lóðavef Reykja­vík­ur­borg­ar. Skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir að á lóðinni rísi íbúðir fyr­ir fólk sex­tíu ára eða eldra.

<>

Sam­kvæmt deilu­skipu­lagstil­lögu á húsið að vera níu hæðir.

Á vef Reykja­vík­ur­borg­ar kem­ur fram að skrif­stofa eigna og at­vinnuþró­un­ar, sem ann­ast sölu bygg­ing­ar­rétt­ar í Reykja­vík, hef­ur í gegn­um tíðina fengið fyr­ir­spurn­ir um lóðina og því er bú­ist við því að all­mörg til­boð ber­ist fyr­ir til­skil­inn frest sem renn­ur út 14. des­em­ber.

Heim­ilt er að byggja á lóðinni fimm­tíu íbúðir með 20% skekkju­mörk­um sem þýðir að byggja má allt að sex­tíu íbúðir.  Fé­lags­bú­staðir hf. hafa kauprétt á sex íbúðum í hús­inu.

Gert er ráð fyr­ir að lóðin verði til­bú­in til af­hend­ing­ar um mitt næsta ár. Lóðin er 3.550 fer­metr­ar með nýt­ing­ar­hlut­fall­inu 1,7 sem þýðir að heim­ilt bygg­ing­ar­magn á lóðinni er um  6.000 fer­metr­ar, auk bíla­kjall­ara.

Ein­ung­is er hægt að bjóða í allt bygg­ing­ar­magn á lóðinni.

Heimild: Mbl.is