Home Fréttir Í fréttum Framkvæmt fyrir 1,7 milljarð í Garðabæ á næsta ári

Framkvæmt fyrir 1,7 milljarð í Garðabæ á næsta ári

143
0

Miklar framkvæmdir verða á árinu, alls fyrir 1,7 milljarð króna samkvæmt áætlun Garðabæjar. Stærsta einstaka framkvæmd ársins er endurbætur á Ásgarðslaug en kostnaður við þær á árinu 2017 er áætlaður 600 milljónir króna. 260 milljónum króna verður varið til æfingavalla við Ásgarð og 150 milljónum til æfingavalla og annarrar aðstöðu í nýjum bæjargarði. Þá verður 60 milljónum varið til búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Einnig má nefna að 460 milljónir króna fara til gatnaframkvæmda og var sú upphæð hækkuð umtalsvert á milli umræðna.

<>

Nýi útivistarstígurinn að Vífilsstaðavatni verður malbikaður á árinu og eru 20 milljónir áætlaðar í það verkefni. Áfram verður unnið að byggingu Urriðaholtsskóla sem er ráðgert að taka í notkun á árinu 2017.

Þó nokkrar ábendingar bárust um þörf á stækkun á húsnæði Álftanesskóla. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði unnið að hönnun viðbyggingar við skólann.

Á þriggja ára áætlun 2018-2020 er gert ráð fyrir að verja alls 880 milljónum króna til skólahúsnæðis. Einnig er ráðgert að hefja framkvæmdir við gerð fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri en nú standa yfir viðræður við ríkið um kaup á landi Vífilsstaða.

Heimild: Garðabær