Home Fréttir Í fréttum Reykjavík: lóðaverð 20% af byggingarkostnaði og milljarða króna hagnaður borgarinnar

Reykjavík: lóðaverð 20% af byggingarkostnaði og milljarða króna hagnaður borgarinnar

535
0

Íslandsbanki gaf fyrir skömmu út veglega skýrslu um íslenska íbúðamarkaðinn. Þar kemur fram að verð á íbúðarhúsnæði hafi frá 2010 hækkað meira en nemur byggingarkostnaði. Á þetta við um höfuðborgarsvæðið, Norðurland eystra, Suðurland og Vesturland. Á þessum svæðum er því hagkvæmara að byggja um þessar mundir en það var á árinu 2010.

<>

Í skýrslunni kemur einnig fram að lóðarverð hafi hækkað mikið og á sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Í skýrslunni segir: “Þá telur SI einnig að um sé að ræða almennan skort á lóðum sem er einn stærsti þátturinn í hækkandi lóðaverði.

Hannarr og SI áætla kostnað við lóðarverð um 20% af heildarbyggingarkostnaði. Leiðir því hækkandi lóðarverð af sér hækkandi framleiðslukostnað nýrra íbúða sem myndar þrýsting til hækkunar íbúðaverðs.”

Á vef Hannarr verkfræðistofu er gerð grein fyrir lóðakostnaði á Íslandi og borið saman við Svíþjóð. Þar kemur fram að í Svíþjóð séu greidd 1 – 8% af byggingarkostnaði í lóðagjöld af 150 m² einbýlishúsi . Gatnagerðargjöld þar eru um 5,8 mkr þar sem þau eru hæst í stórborgum Svíþjóðar. Í Reykjavík séu öðru til að dreifa. Þar er greitt um 6,8 mkr í sambærileg gatnagerðargjöld auk lóðagjalds og er þá reikningurinn samtals orðinn 11,8 mkr. sem verkfræðistofunni reiknast til að sé 17% af byggingarkostnaði.

Munurinn er á bili 9-16% af byggingarkostnaði svona húss , sem rennur í borgarsjóð. Miðað við þessar upplýsingar má ætla að hreinn hagnaður borgarinnar af lóðasölu sé um 5 milljónir króna af hverju einbýlíshúsi.

Í skýrslu Íslandsbanka segir að útlit sé fyrir því að 3.300 íbúðir verði byggðar í Reykjavík einni fram til 2018. Tekjur Reykjavíkurborgar af sölu lóðaréttinda umfram tilkostnað koma augljóslega til með að hlaupa á milljörðum króna á næstu tveimur árum.

Heimild: Pressan.is/Vestfirdir