Home Fréttir Í fréttum Mun skila skín­andi hreinu skólpi

Mun skila skín­andi hreinu skólpi

151
0
Stefnt er að opn­un hót­els­ins næsta sum­ar en það er hannað af Basalt arki­tekt­um.

Full­komn­asta skólp­hreins­istöð á Íslandi verður tek­in í notk­un fyr­ir Foss­hót­el Mý­vatn næsta sum­ar. Gengið var frá samn­ingi um kaup­in á hreins­istöðinni, sem fram­leidd er í Þýskalandi, fyr­ir nokkru og verður kostnaður vegna henn­ar á bil­inu 30-40 millj­ón­ir króna. Notaðar eru líf­ræn­ar leiðir til að hreinsa vatnið sem skila því nær skín­andi hreinu út í frá­rennslið.

<>

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að um sé að ræða svo­kallaða þriggja þrepa hreins­istöð, með viðbót­ar­búnaði til að fella út fos­fór og nít­rit, en hún er sú fyrsta hér á landi sem er að fullu í sam­ræmi þær kröf­ur sem Um­hverf­is­stofn­un ger­ir um frá­veitu á vernd­ar­svæði Mý­vatns og Laxár, sem og Þing­valla. Foss­hót­el Mý­vatn verður fyrsta hót­elið á Íslandi sem upp­fylla mun full­kom­lega þess­ar kröf­ur um þriggja þrepa hreins­un en öll hót­el sem reist eru á vernd­ar­svæðunum þurfa að upp­fylla kröf­urn­ar.

Hót­el­rek­end­ur verða að sýna ábyrgð

Íslands­hót­el, sem eiga Foss­hót­el Mý­vatn, hafa unnið að und­ir­bún­ingi verks­ins í sam­ráði við Um­hverf­is­stofn­un, Mann­vit og söluaðila hreins­istöðvar­inn­ar hér á landi, Varma og Véla­verk. Stefnt er að opn­un hót­els­ins næsta sum­ar en til að byrja með verður það ein­göngu opið frá apríl fram í nóv­em­ber. Ef rekstr­ar­leg­ar for­send­ur gef­ast stend­ur þó til að reka hót­elið á árs­grund­velli.

„Hót­el­rek­end­ur verða að sýna ábyrgð gagn­vart bæði um­hverfi og sam­fé­lagi þrátt fyr­ir að þörf­in fyr­ir upp­bygg­ingu sé mik­il vegna fjölg­un­ar ferðamanna og rík­an vilja til að dreifa þeim meira um landið með fjölg­un gist­i­rýma á fleiri stöðum lands­byggðinni. Við leggj­um mikla áherslu á að lág­marka þau áhrif sem hót­el­in okk­ar hafa á um­hverfið og er Grand hót­el Reykja­vík, sem er rekið af Íslands­hót­el­um, eitt fárra hót­ela hér á landi sem hef­ur hlotið Svans­vott­un. Hún felst meðal ann­ars í því að við flokk­um all­an úr­gang, not­um vatns­spar­andi búnað og höf­um dregið veru­lega úr notk­un á einnota vör­um, svo fátt eitt sé nefnt,“ er haft eft­ir Davíð T. Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra Íslands­hót­ela. „Þessi líf­ræna hreins­istöð sem við hyggj­umst reisa við Foss­hót­el Mý­vatn er lyk­il­atriði til að draga úr um­hverf­isáhrif­um vegna fjölg­un­ar gist­i­rýma á svæðinu enda gríðarlega mik­il­vægt að vernda viðkvæmt líf­ríki við Mý­vatn.“

Heimild: Mbl.is