Home Fréttir Í fréttum Sér talsvert á framkvæmdasvæðinu við Gullfoss

Sér talsvert á framkvæmdasvæðinu við Gullfoss

164
0
Mynd: Sunnlenska/Árni Tryggvason

Framkvæmdir við stiga á milli efra og neðri útsýnissvæða við Gullfoss hafa legið niðri í frá því í vor og ekki sér fyrir endann á smíði stigans eða frágang á svæðinu.  

<>

Búið er að grafa talsverða rás í brekkuna fyrir stálstiga, en talsvert af jarðvegi hefur runnið úr rásinni í rigningum undanfarinna vikna og fært úr stað einhverskonar undirstöður sem búið var að koma þar fyrir í haust. 

Um er að ræða stórt sár í brekkunni sem er innan friðlands, og vellur vatn enn þar niður.

Upphaflega var ákveðið að ráðast í gerð stigans árið 2012. Nú fjórum árum seinna er stiginn enn ókominn á svæðið á meðan hundruðir þúsundir ferðamanna ganga um svæðið, sem er ófrágengið og innan vinnugirðinga allt frá í maí.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ekki gert athugasemdir við framvindu verksins sem er í höndum og á ábyrgð Umhverfisstofnunar, þar sem svæðið sem um ræðir er innan friðlands. Hefur stofnunin fengið úthlutað alls rúmum 83 milljónum króna í verkefnið á fjórum árum.

Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar segir ljóst að erfiðara geti orðið um vik að ganga frá uppsetningu og frágangi nú þegar vetur er skollinn á og hann undrast að menn hafi misst frá sér sumarið til að klára verkið.

Heimild: Sunnlenska.is