Home Fréttir Í fréttum Byggja fim­leikaaðstöðu hjá Gróttu á næstu 2-3 árum

Byggja fim­leikaaðstöðu hjá Gróttu á næstu 2-3 árum

269
0
Byggja á við Íþróttamiðstöð Seltjarn­ar­ness til að mæta auk­inni iðkun í fim­leik­um. Mynd: Sverr­ir Vil­helms­son

Seltjarn­ar­nes­bær og Reykja­vík­ur­borg ætla að standa sam­an að stækk­un íþróttaaðstöðu Gróttu á Seltjarn­ar­nesi til að bæta aðstöðu til fim­leikaiðkun­ar. Þetta staðfest­ir Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, í sam­tali við mbl.is. Hug­mynd­in er að gera viðbygg­ingu við nú­ver­andi íþróttaaðstöðu, en nýja bygg­ing­in verður aðeins und­ir fim­leika. Gert er ráð fyr­ir að aðstaðan verði klár á næstu 2-3 árum ef allt geng­ur að ósk­um.

<>

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, kom í heim­sókn á fim­leikaæf­ingu Gróttu fyrr í dag og lét vita af sam­starf­inu. Upp­haf viðræðna sveit­ar­fé­lag­anna nær til samþykkt­ar á fundi sam­bands sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2010, en þá stefndu sveit­ar­stjór­arn­ir á aukið sam­starf í íþrótta­mál­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Ásgerður seg­ir að sam­starfið eigi vel við á sviði fim­leika, en 80% að iðkennd­um í fim­leik­um í Gróttu eru frá Reykja­vík. Seg­ir hún að enn eigi eft­ir að klára viðræður um hvernig fjár­mögn­un verði ná­kvæm­lega og stærð húss­ins, en að báðir aðilar séu mjög spennt­ir fyr­ir þessu skrefi.

Heimild: Mbl.is