Hreinsun þjóðvega á Suðursvæði 2017-2018
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í hreinsun þjóðvega á Suðursvæði árin 2017 og 2018.
Helstu magntölur fyrir hvert ár:
- Sópun meðfram kantsteinum 427.852 m
- Sópun meðfram vegriði 50.816 m
- Sópun meðfram miðjuvegriði 59.587 m
- Þvottur og sópun hvinranda 126.104 m
- Þvottur á 70 gatnamótum og umferðareyjum 22.366 m2
- Sérverkefni, viðbótarverk, götusópur 60 klst.
- Sérverkefni, viðbótarverk, vatnsbíll 60 klst.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi, Borgarbraut 66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 14. nóvember 2016. Verð útboðsgagna er 2.000 kr
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 29. nóvember 2016 og verða þau opnuð þar kl 14:15 þann dag.