Home Fréttir Í fréttum Skortir skýrar reglur um keðjuábyrgð, segir framkvæmdastjóri LNS Sögu

Skortir skýrar reglur um keðjuábyrgð, segir framkvæmdastjóri LNS Sögu

122
0
Framkvæmdastjóri LNS Sögu segir að skýrar reglur um keðjuábyrgð hefðu auðveldað fyrirtækinu að stíga inn í mál undirverktaka, þegar hann gat ekki lengur greitt laun á réttum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir mikilvægt að heimildir aðalverktaka verði styrktar, svo þeir geti gripið inn í þegar starfsmenn undirverktaka fá ekki greitt.

Í keðjuábyrgð felst að aðalverktaki taki ríkari ábyrgð en nú er gert í samningum verktaka og undirverktaka, á því að undirverktaki sinni sínum lögboðnu skyldum varðandi launagreiðslur og skattskil. Nú í vikunni gekk verktakafyrirtækið LNS Saga frá launagreiðslum starfsmanna undirverktakans G og M, eftir að þeir gátu ekki staðið skil á launagreiðslum á réttum tíma.

<>

„Og þá höfum við verið að vinna alla vikuna í því að reyna að tryggja það að starfsmenn fái launin sín fyrir október og við erum ekki í beinu sambandi við þá þannig að við þurftum að gera þetta í gegnum verktakann okkar. Ég sæi fyrir mér að ef það væru fastari reglur að þá gæti keðjuábyrgð tekið á svona vandamálum, sagði Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóri LNS Sögu.

En mun keðjuábyrgð tryggja það að farið sé eftir lögum og reglum í einu og öllu?

Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
„Við auðvitað fordæmum allt sem heitir saknæm háttsemi verktaka sem og annara. Keðjuábyrgð getur hjálpað við að leysa úr þessum málum en það er mjög mikilvægt að vanda til útfærslunnar því það eru afleiðingar sem keðjuábyrgð getur haft í för með sér sem að þarf að ræða þannig að hún verði ekki of umfangsmikil og skerði önnur réttindi bæði launþega og aðal og undirverktaka.“

Heimild: Ruv.is