Home Fréttir Í fréttum Sér fyrir endann á nýjum hótelum við Laugaveg

Sér fyrir endann á nýjum hótelum við Laugaveg

117
0
Mynd: Kári Gylfason - RÚV
Áform eru uppi um að reisa nítján ný hótel í Reykjavík á næstum misserum. Sérfræðingur hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, segir að vinna sé hafin við að setja þak á hóteluppbyggingu á Laugaveginum.

Samkvæmt samantekt skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar verða reist 19 ný hótel víðsvegar í Reykjavík á næstunni. Talið er að þessi hótel muni samanlagt hafa um 2400 herbergi.

<>

Talið er að tvö þessa væntanlegu hótela myndu hafa fleiri herbergi en það stærsta á Íslandi í dag, Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi. Annars vegar hótel við Hlíðarenda með um 360 herbergi og hins vegar hótel við Grensásveg með um 350 herbergi.

Óli Örn Eiríksson, hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, segir að vinna sé hafin við að setja þak á hóteluppbyggingu á Laugaveginum. Það myndi leiða til þess að ekki fleiri hótel myndu rísa við götuna. Gert er ráð fyrir að framtíðar hótelverkefni í Reykjavík verði utan miðbæjarins.

„Það hefur mjög mikið verið byggt upp af hótelum og gistirýmum í miðborginni. Það leiddi til þess að það er búið að taka ákvörðun um það að breyta skipulagsheimildum þannig að í Kvosinni má ekki byggja meira af hótelum eða gistiheimilum heldur en þegar eru heimildir fyrir. Þar næsta vinna er hjá umhverfis- og skipulagsráði er skoða það að víkka þetta bann, eða það svæði sem að þetta bann gengur til upp með Laugaveginum. Þannig að það yrði sett hámark á það hlutfall fermetra sem mega fara undir gistirými á því svæði. Þetta hlutfall er 23 prósent núna í Kvosinni,“ segir Óli Örn.

Heimild: Ruv.is