Home Fréttir Í fréttum Ný fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Kröflu­línu 4

Ný fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Kröflu­línu 4

66
0

Meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sín­um í morg­un að veita Landsneti hf. nýtt fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Kröflu­línu 4, 220 kV há­spennu­línu.

<>

Úrsk­urður úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála frá 10. októ­ber felldi úr gildi fyrra fram­kvæmda­leyfi.

Fram kem­ur í frétta­til­kyn­ingu frá Skútustaðar­hreppi að hrepp­ur­inn hafi farið vand­lega yfir málið síðan þá og lag­fært þá ágalla sem nefnd­in taldi vera á fyrri ákvörðun sveit­ar­stjórn­ar.

Skipu­lags­nefnd Skútustaðahrepps tel­ur að fyr­ir­huguð fram­kvæmd sé í sam­ræmi við Aðal­skipu­lag Skútustaðahrepps 2011-2023, sem og svæðis­skipu­lag fyr­ir há­hita­svæði í Þing­eyj­ar­sýslu 2007-2025. Þá er fram­kvæmd­in í sam­ræmi við deili­skipu­lagið „Stækk­un Kröflu­virkj­un­ar“, en hluti fram­kvæmd­ar er inn­an þess svæðis.

Fyr­ir ligg­ur samn­ing­ur Landsnets og Um­hverf­is­stofn­un­ar um sér­stakt eft­ir­lit Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna fram­kvæmda við Kröflu­línu 4, sem hef­ur það mark­mið að tryggja frá­gang ein­stakra verka og verkþátta m.t.t. nátt­úru­vernd­ar­laga.

Næstu skref verða þau að sveit­ar­stjórn hef­ur falið skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa Skútustaðahrepps að gefa út og aug­lýsa fram­kvæmda­leyfið í sam­ræmi við reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi.

Heimild: Mbl.is