F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar er óskað eftir umsóknum í eftirfarandi forval:
Miklabraut. Rauðarárstígur – Langahlíð. Strætórein – Hönnun. Forval nr. 13807
Verkefnið felst í gerð útboðsgagna og verkhönnun á breytingum á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar skv. samnefndu deiliskipulagi.
Nánar tiltekið felst verkefnið í neðangreindu:
• Breikkun og breytingar Miklubrautar og miðeyju – gerð forgangsreinar Strætó
• Strætóbiðstöð norðan götu – vasi, biðskýli o.þ.h.
• Strætóbiðstöð sunnan götu – hljóðveggir, torg á gatnamótum húsagötu Miklubrautar og Reykjahlíðar
• Lokun tengingar Miklubrautar við Reykjahlíð
• Færsla gönguþverunar og umferðarljósa
• Gerð hljóðveggja sunnan götu og hljóðmana/hleðslna norðan götu
• Nýr göngustígur og hjólastígur á Klambratúni
• Breytingar gangstétta, göngustíga og hjólastíga – tengingar við nýjar biðstöðvar og núverandi stígakerfi
• Breytingar á afvötnun, niðurföllum og regnvatnslögnum
• Stíglýsingu og breytingu/færslu lýsingar við Miklubraut
• Skiltun og yfirborðsmerkingum gatna og stíga
• Vinnustaðamerkingum
Fyrirspurnarfrestur útrunninn: 25.10.2016
Svarfrestur útrunninn: 28.10.2016
Forvalsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá þriðjudeginum 18. október 2016 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, 1. hæð, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík.
Umsóknum skal skila eigi síðar en: Kl. 13:00 þriðjudaginn 1. nóvember 2016 í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Umsóknum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.