Home Fréttir Í fréttum 10 milljónir í rannsóknir og undirbúning á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta

10 milljónir í rannsóknir og undirbúning á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta

80
0
siglufjörður

Samþykkt hefur verið að veita 10 milljónum til rannsókna og undirbúnings á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta annars vegar og milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar hins vegar. Atkvæðagreiðsla um breytingartillögur við samgönguáætun 2015-2018 fór fram í morgun. Þetta má lesa á Rúv.is.

<>

„Upphafið er þingsályktunartillaga mín og 12 annara þingmanna í vetur, um tvær mögulegar leiðir,“ segir Kristján í viðtali við Siglfirðing.is. „Síðan flutti ég breytingartillögu við samgönguáætlun um daginn um að hefja rannsóknir 2017 og 2018, 10 milljónir króna hvort ár, en svo þegar samkomulag varð um þinglok og lúkningu mála, m.a. að nokkrar tillögur minnihlutans varðandi samgönguáætlun voru teknar inn og samgöngunefnd öll stóð að því, kokkuðum við Höskuldur Þórhallsson það saman að þetta kæmi sem tillaga nefndarinnar allrar, sem að lokum var samþykkt samhljóða. Rannsóknir munu því hefjast á nyjum Siglufjarðargöngum næsta sumar og leiðin valin.“

Að fá þetta í gegn var því lokaverk Kristjáns á þingi og kveðst hann enda mjög ánægður og stoltur yfir að hafa náð þessu í samþykkt. Sem hann má líka vera.

Heimild: Sigfirðingur.is