Home Fréttir Í fréttum Tafir á framkvæmdum við Iðndal í Vogum

Tafir á framkvæmdum við Iðndal í Vogum

87
0
Vogar, Mynd; Vf.is

Eitt stærsta verkefni Sveitarfélagsins Voga í ár var endurnýjun götunnar Iðndals. Verkið hefur tafist, en því átti að vera lokið um síðustu mánaðamót. Sem stendur er gatan lokuð við Stapaveg.

<>

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir vonir standa til að framkvæmdum ljúki á næstu tveimur vikum eða svo.

„Þá verður búið að endurnýja allar lagnir, auk þess sem ný og sverari kaldavatnslögn verður komin í notkun. Að lokum verður svo gatan malbikuð og frágengin að öðru leyti. Það var löngu tímabært að gatan yrði lagfærð, enda slitlagið orðið illa farið á stórum köflum,“ segir bæjarstjórinn í vikulegu fréttabréfi sínu í Vogum.

Heimild: Vf.is