Home Fréttir Í fréttum Dráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli

Dráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli

149
0
Mynd: RÚV

Dráttur verður á að vinna við breytingar á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli vegna komu bandaríska hersins hefjist, en ekki er búið að samþykkja frumvarp um fjárframlög til varnarmála á Bandaríkjaþingi. Þetta kemur fram í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Suðurnes.net.

<>

Nýtt fjárhagsár Bandaríska ríkisins hófst þann 1. október síðastliðinn og var gert ráð fyrir að verkefni á vegum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli hæfust formlega eftir þann dag, einhver dráttur mun þó verða á því.

Varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna gerir ráð fyrir að kostnaður við breytingar á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli, vegna komu P-8 flugvéla til landsins, muni nema tæplega þremur milljörðum króna. Þar af er gert er ráð fyr­ir að um 650 millj­ón­ir króna fari í að koma upp nauðsyn­legri hreinsiaðstöðu og um 200 millj­ónir í skipu­lags- og hönn­un­ar­vinnu.

Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að viðræður á milli aðila séu í undirbúningi og að línur verði lagðar að verkáætlun og fyrirkomulagi varðandi framkvæmdina í þeim viðræðum.

Heimild: Suðurnes.net