Home Fréttir Í fréttum Borgarbyggð vinnur mál gegn Íbúðalánasjóði

Borgarbyggð vinnur mál gegn Íbúðalánasjóði

51
0

Þegar Borgarbyggð byggði hjúkrunarálmuna við Brákarhlíð var tekið framkvæmdalán hjá Íbúðalánasjóði vegna framkvæmdanna.  Þegar lánið var greitt upp við lok framkvæmdanna kom upp ágreiningur á milli sveitarfélagsins og sjóðsins um hvenær gjalddagi lánsins væri og krafði Íbúðalánasjóður Borgarbyggð um rúmlega 60 millj kr dráttarvexti.  Sveitarfélagið greiddi dráttarvextina með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.

<>

Til að fá skorið úr um réttmæti kröfunnar höfðaði Borgarbyggð mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að dráttarvextirnir yrðu endurgreiddir.  Einnig krafðist Borgarbyggð skaðabóta vegna tjóns sem þetta mál hafði valdið sveitarfélaginu.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í málinu 14. október 2015 og var niðurstaða hans að Íbúðalánasjóður skyldi endurgreiða dráttarvextina og einnig greiða sveitarfélaginu skaðabætur.

Íbúðalánasjóður áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp úrskurð sinn 29.09.’16.  Þar var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu staðfest.

Heimild: Borgarbyggd.is