Home Fréttir Í fréttum Mikill meirihluti andvígur úthlutun ókeypis lóða til trúfélaga

Mikill meirihluti andvígur úthlutun ókeypis lóða til trúfélaga

41
0

Meirihluti Íslendinga, tæp 76 prósent, eru andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR.

<>

Í frétt MMR segir að af þessum 76 prósentum hafi 48,3 prósent aðspurðra verið mjög andvíg slíkum úthlutunum.

Einstaklingar í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára voru almennt líklegri en eldri aldurshópar til að vera andvíg. Sömuleiðis voru íbúar höfuðborgarsvæðisins (77,6 prósent) líklegri til að vera andvíg en íbúar landsbyggðarinnar (72,3 prósent).

Stuðningsmenn Samfylkingar (16,6%) og Vinstri grænna (17,1%)  voru líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að vera fylgjandi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar (80,6%) voru líklegri til að vera andvígir heldur en þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina (73,7%).

Nánar má lesa um könnunina í frétt MMR.

Heimild: Visir.is