Home Fréttir Í fréttum Opna nýja Húsa­smiðju­versl­un á Ísaf­irði

Opna nýja Húsa­smiðju­versl­un á Ísaf­irði

154
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar

Húsa­smiðjan opn­ar nýja versl­un á Ísaf­irði næsta vor og hef­ur und­ir­ritað samn­ing við Vest­firska verk­taka um bygg­ingu hins nýja hús­næðis við Æðar­tanga á Ísaf­irði. Greint er frá þessu á vefn­um BB.is. Þar kem­ur fram að nýja versl­un­in verði rúm­ir 1.100 fer­metr­ar og mun sam­eina starf­semi Húsa­smiðjunn­ar á Ísaf­irði á einn stað en í dag eru versl­un­in og timb­ursal­an aðskil­in.

<>

„Það er okk­ur hjá Húsa­smiðjunni ánægju­efni að geta opnað nýja versl­un á Ísaf­irði á næsta ári en með henni mun­um við bjóða Vest­f­irðing­um enn betri þjón­ustu og meira vöru­úr­val og þannig taka virk­an þátt í upp­bygg­ingu á svæðinu. Þessi fjár­fest­ing und­ir­strik­ar stefnu Húsa­smiðjunn­ar um að veita góða þjón­ustu á lands­byggðinni þar sem rekstr­ar­grund­völl­ur er til slíks,“ er haft eft­ir Árna Stef­áns­syn­in, for­stjóra Húsa­smiðjunn­ar. Í nýju Húsa­smiðju­versl­un­inni verður jafn­framt versl­un Blóma­vals og glæsi­leg timb­ursala.

Í frétt­inni seg­ir jafn­fram að mark­mið Húsa­smiðjunn­ar sé að bjóða upp á enn betri þjón­ustu og vöru­úr­val og styðja þannig við upp­bygg­ingu á svæðinu, en nú­ver­andi Húsa­smiðju­versl­un opnaði á Ísaf­irði árið 2001.

Heimild: Mbl.is