Home Fréttir Í fréttum Finnur fyrir talsverðri aukningu á fólki sem vill læra iðngreinar

Finnur fyrir talsverðri aukningu á fólki sem vill læra iðngreinar

84
0

Gunnar Kjartansson, skólastjóri Byggingatækniskólans – sem er hluti af Tækniskólanum, þurfti nú í haust, í fyrsta sinn síðan hann byrjaði sem skólastjóri, að vísa fólki frá vegna eftirspurnar. „Það hefur verið þannig að það komust fleiri að en vildu. En núna þurfti ég að hafna nemendum. Það er allt stútfullt. Ég er svo ungur í starfi enn, en eftir hrun þá hefur þetta ekki gerst áður allaveganna ekki eftir hrun“ segir Gunnar.

<>

Mikil eftirspurn er eftir iðnaðarmönnum á Íslandi, eftir að byggingariðnaðurinn hefur tekið við sér, og hefur meira að segja spurst af því að iðnaðarmenn séu að snúa aftur heim eftir að hafa starfað erlendis. Aðspurður hvort að hann finni fyrir þessari eftirspurn tekur Gunnar fram að það sé oft þannig að nemendur fá varla að vera í skóla. „Þeir sem eru á efri þrepum eru kannski að vinna samhliða og ég hef tekið eftir því að sumir ná ekki að vera í fullu námi því það er svo mikið að gera í vinnunni.“

Gunnar segir að það hafi verið „talsverð fjölgun í haust. Bæði fjölgaði grunnskólanemum talsvert, þar var um 100% aukning hjá mér og svo var líka fjölgun á eldri nemendum. Ég er því með stútfulla hópa í flestum áföngum sérstaklega á efri árunum.“ Telur hann líklegt að þróunin haldi áfram í þessa áttina.

Iðnám meira „in“

„Það er mín tilfinning að fólk sé spenntara fyrir iðnnámi. Mér finnst viðhorfið hjá ungu krökkunum vera að breytast. Það er meira „in“ að fara í svona en það var áður. En við höfum verið að markaðssetja okkur og reynt að höfða til þess að þetta nýtist vel og ekki bara einhver afgangsskóli, heldur skóli sem þú sækist eftir að fara í“ segir Gunnar, aðspurður að því hvort að eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki aukist.

Fólk vill kunna eitthvað eftir námið

Telur Gunnar að fólk vilji kunna eitthvað fyrir sér eftir námið. „Það er punkturinn sem við leggjum áherslu á. En ekki bara það að fólk hafi einhvern miða til að fara eitthvert annað. Fólk getur svo tekið stúdentspróf líka ef það vill það.“

Heimild: Vb.is