Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Veitur, Ríkisútvarpið, Míla, Gagnaveita Reykjavíkur og Skuggi óska eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Útvarpsreitur við Efstaleiti. Eftirlit. Útboð 13793
Um er að ræða eftirlit með jarðvinnu vegna gatnagerðar, gerð nýrra bílastæða, og lagningu veitulagna á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti 1, ásamt þverunum Háaleitisbrautar og Efstaleitis.
Verkið er áfangaskipt og mun standa yfir í rúmlega tvö og hálft ár.
Helstu magntölur í jarðvinnuverkinu eru áætlaðar:
Gröftur 18.000 m3
Burðarfylling 12.000 m3
Malbikun 10.500 m²
Fráveitulagnir Ø150 – Ø250 1.300 m
Kaldavatnslagnir Ø63 – Ø400 1.000 m
Snjóbræðslulagnir Ø25 5.500 m
Hitaveitulagnir DN25 – DN150 tvöfalt kerfi 750 m
Hitaveitulagnir DN700 einfalt kerfi 400 m
Raflagnir 2.800 m
Fjarskiptalagnir/ídráttarrör 6.700 m
Lokaskiladagur eftirlitsverksins er 1. júlí 2019.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á kr. 3.000 í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 27. september n.k.
Opnun tilboða: Þriðjudaginn 11. október 2016, kl 10:00, í Borgartúni 12 – 14, að viðstöddum þeim bjóðendun sem þess óska.