Home Fréttir Í fréttum Verkís styrkir stöðu sína á Noregsmarkaði

Verkís styrkir stöðu sína á Noregsmarkaði

87
0
Mynd: Verkís Á myndinni eru þeir Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís hf. og Kenneth A. Olafsen framkvæmdastjóri OP-Verkís AS í Noregi.
Þann 15. september var gengið frá stofnun félagsins OP-Verkís AS í Noregi.

Í félaginu sameinast starfsemi félagsins Olafsen Prosjektadministrasjon AS og rekstur skrifstofu Verkís í Osló. Eftir sameininguna starfa 12 manns hjá hinu nýja fyrirtæki, sem verður dótturfélag Verkís.
Framkvæmdastjóri er Kenneth A. Olafsen, en hann hefur víðtæka reynslu í verkefnastjórnun á ráðgjafarmarkaði í Noregi. OP-Verkís AS mun annast verkefna- og byggingarstjórnun auk þess að vinna að hönnun í samstarfi við Verkís hf.

<>

Verkís hf. hefur hannað fjölda bygginga og samgöngumannvirkja í Noregi undanfarin ár og hefur selt þjónustu til Noregs fyrir meira en milljarð króna á ári undanfarin ár.

Samstarfinu við OP-Verkís AS er ætlað að styrkja markaðssókn og stöðu Verkís á Noregsmarkaði og með blandaðan hóp Norðmanna og Íslendinga er stefnt að nánari og betri tengslum við viðskiptamenn í Noregi.

Heimild: Verkís.is