Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við nýja verksmiðju ÍSAGA í Vogum nemur 2,5 milljörðum króna

Kostnaður við nýja verksmiðju ÍSAGA í Vogum nemur 2,5 milljörðum króna

65
0

ÍSAGA ehf. mun í mánuðinum hefja framkvæmdir við nýja súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut í Vogum á Vatnsleysisströnd. Þetta kemur fram í á vef Viðskiptablaðsins. Áætlaður kostnaður við verksmiðjuna nemur 2,5 milljörðum króna.

<>

Verksmiðjan mun framleiða súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Gert er ráð fyrir að verksmiðjunni verði fjarstýrt af starfsmönnum ÍSAGA á sama hátt og gert er í dag. Fyrirtækið rekur um þessar mundir verksmiðjur við Breiðhöfða og Hæðarenda.

Núverandi verksmiðja ÍSAGA í Reykjavík vinnur um 800 rúmmetra á klukkustund af súrefni og köfnunarefni. Nýja verksmiðjan á samkvæmt tilkynningunni að afkasta um 30% meira.

Heimild: Sudurnes.net