Home Fréttir Í fréttum Stálgrindarhús rís við Langaholt í Lauganesbyggð

Stálgrindarhús rís við Langaholt í Lauganesbyggð

137
0

Það eru víða framkvæmdir stórar sem smáar í þorpinu. Við Langholt í Lauganesbyggð er Aðalbjörn Arnarsson að smíða sér 200 fermetra stálgrindarhús. Hann segir að húsið sé aðallega hugsað sem vinnu- og geymsluhúsnæði undir alls kyns verkfæri og dót þar sem hann er ekki með bílskúr heimavið, en hann starfar sem sjálfstæður verktaki. Grindurnar í húsið fékk hann á Jökuldal en þar var ónotuð skemma með góðum stálgrindum. Aðalbjörn stefnir á að steypa í gólfflötinn um helgina og segir að þetta mjakist svo áfram eftir því sem tíminn leyfi.

<>

Heimild:Lauganesbyggð