Home Fréttir Í fréttum Opinberar framkvæmdir fyrir 7,7 milljarða boðnar út

Opinberar framkvæmdir fyrir 7,7 milljarða boðnar út

155
0

Fram­kvæmdir upp á 7,7 millj­arða króna verða boðnar út af hinu opin­bera, Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og Rík­is­eigna, á þessu ári. Að við­bættum fram­kvæmdum sem standa nú þegar yfir mun kostn­aður opin­berra frma­kvæmda verða um 11,8 millj­arðar á árinu. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu.

<>

Fjár­hæð fram­kvæmda sem kynntar eru til útboðs af rík­inu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2014. Árið 2013 var fjár­hæðin tæp­lega 16 millj­arð­ar, fór í 7 millj­arðar árið 2014 og svo 7,5 í fyrra. „„Árið 2011 voru verk­efni sem vor­u á áætlun sett í bið og skorið niður í fram­kvæmd­um,“ segir Hall­dóra Víf­ils­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins. Velta vegna fram­kvæmda hafi svo tekið kipp milli 2014 og 2015. Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins í ár hafi veltan verið um tveir millj­arð­ar.

Hún segir þó að fram­kvæmdir sem kynntar séu til útboðs á árinu end­ur­spegli ekki þann kostnað sem til fellur á þessu ári þar sem greitt sé fyrir verk í hlut­falli við fram­vindu þeirra.

Heild­ar­fjár­hæð verk­samn­inga Fram­kvæmda­sýsl­unnar hefur far­ið hækk­andi, en árið 2013 var hún um 2,2 millj­arðar króna, 3,5 millj­arð­ar­ árið 2014 og um 4 millj­arð­ar­ árið 2015. Á fyrstu átta mán­uð­u­m árs­ins er heild­ar­fjár­hæðin tæpir 1,6 millj­arð­ar­. „Þetta er að taka hægt við sér. Við vitum það líka að bygg­ing nýs Land­spít­ala er það verk­efni sem mun verða ráð­andi í fram­kvæmdum hins op­in­bera á næstu árum. Það er langstærst,“ ­segir Hall­dóra.

Í burð­ar­liðnum eru einnig stór verk­efni á vegum hins opin­bera, eins og ný skrif­stofu­bygg­ing Alþing­is, stækkun gesta­stofu á Þing­völlum og bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila.

Heimild: Kjarninn.is