Home Fréttir Í fréttum Stefnumarkandi dómur um fyrningu

Stefnumarkandi dómur um fyrningu

13
0
Magnús Ingvar Magnússon Mynd: Landslög-lögfræðistofa

Landsréttur kvað upp stefnumarkandi dóm um upphafstíma fyrningar þann 22. janúar sl. Í málinu var deilt um meinta ágalla á þaki Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Á árinu 2016 komu fram upplýsingar um leka í húsinu. Var þá ráðist í ýmsar rannsóknir og var þeim fram haldið til ársins 2020.

Í dóminum var tekið til skoðunar hvort krafan væri fyrnd. Rakti dómurinn efni 1. mgr. 10. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, sem fjallar um viðbótarfrest fyrningar ef nauðsynlegar upplýsingar skortir um kröfu.

Dómurinn taldi að þótt kröfuhafi búi yfir einhverri vitneskju um kröfu, byrji fyrningarfrestur ákvæðisins ekki að líða ef upplýsingar um þýðingarmikil atriði skortir.

Aftur á móti hvíli ákveðin rannsóknarskylda á kröfuhafa og honum beri að afla sér upplýsinga um kröfuna.

Að mati dómsins lágu nægar upplýsingar um ætlaða kröfu á hendur Íslenskum aðalverktökum fyrir á árinu 2016 og taldist krafan því fyrnd.

Magnús Ingvar Magnússon flutti málið af hálfu Íslenskra aðalverktaka.

Heimild:Landslög-lögfræðistofa