Home Fréttir Í fréttum 03.02.2026 Borgarbyggð. Endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

03.02.2026 Borgarbyggð. Endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

18
0

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi.

Helstu verkliðir:

  • Hönnun og teikningagerð
  • Aðstöðusköpun
  • Niðurrif eldri búnaðar
  • Vörukaup og tilheyrandi búnaður
  • Uppsetning vatnsrennibrauta
  • Fullnaðarfrágangur

Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi sæti fyrir rennibrautir og skila fullbúinni, rekstrarhæfri lausn með öllum hönnunargögnum.

Útboðsgögn verða aðgengileg hér á útboðsvef Borgarbyggðar, frá 15. janúar 2025.

Ef aðstoð vantar vegna aðgangs að Ajour, vinsamlegast hafið samband í tölvupósti: framkvaemdir@borgarbyggd.is.