Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í ofangreint verk eins og því er lýst í útboðsgögnum nr. 2025-20, SIG02, Vinnubúðir.
Verkið felur í sér smíði á færanlegum vinnubúðaeiningum, flutningi, uppsetningu og frágangi á einingum, jarðvinnu og steypuvinnu, ásamt lagningu og tengingu skolplagna, lagningu kalds neysluvatns- og rafmagnslagna og ídráttarröra fyrir ljósleiðara frá einingunum að tengipunktum veitustofna á vinnubúðasvæðinu.
Vinnubúðaeiningarnar skulu þannig gerðar að hægt sé að fjarlægja einingarnar og flytja á brott og setja niður annars staðar til sömu nota síðar. Gert er ráð fyrir að bjóðandi smíði einingar annars staðar og komi með þær tilbúnar og setji niður á undirstöður sínar á verkstað.
Bjóðandi skal hanna og útfæra vinnubúðaeiningar, undirstöður og allar lagnir eininganna, taka að sér gerð og útgáfu allra nauðsynlegra uppdrátta og hönnunargagna og hafa samskipti við byggingaryfirvöld og aðra leyfisveitendur til þess að afla allra nauðsynlegra leyfa til þess að setja upp vinnubúðir. Byggingarstjóri verksins verður á ábyrgð alverktaka.
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum SIG02 sem aðgengileg eru á útboðsvef Landsvirkjunar, utbod.landsvirkjun.is.












