Home Fréttir Í fréttum Lést á byggingarsvæði

Lést á byggingarsvæði

78
0
Frá Hvolsvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan vinnur enn að rannsókn vinnuslyss á Hvolsvelli um helgina þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést.

Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi en slysið átti sér stað á byggingarsvæði á Hvolsvelli.

„Það er verið að afla allra upplýsinga um hvað gerðist en um vinnuslys var að ræða. Rannsóknardeildin er með þetta mál í sínum höndum ásamt Vinnueftirlitinu,“ segir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.