Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júlí 2016 að gera viðbótarsamning við Borgarverk ehf um jarðvegsskipti og malbikun Kveldúlfsgötu.
Í framhaldi af þessari ákvörðun Byggðaráðs er OR – Veitur ohf að meta hvort fyrirtækið láti setja nýjar regnvatnslagnir í götuna.
Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort farið verður í þessa tvöföldun fráveitukerfisins í Kveldúlfsgötu en stefnt að því að sú ákvörðun liggi fyrir í næstu viku.
Heimild: Borgarbyggd.is